Stofnandi, eigandi og starfsmaður Netgolfvara er Einar Bjarni Jónsson.
Allir geta verslað hjá Netgolfvörum. Golfklúbbar og verslanir geta fengið vörur í heildsölu.
Netgolfvörur leitar eftir að bjóða margt af því nýjasta og besta sem völ er á í golfvörum sem hentar kylfingum á öllum getustigum. Netgolfvörur er m.a. umboðs -og/eða dreifingaraðili á Íslandi fyrir PURE Grips, Star Grip, ASHER, Golfdotz, Garsen Golf, Retee Golf, Rosemark Grips, P2 Grips, Teecil, Tee Claw, Max Golf Protein, UnderPar, Volvik, Snell Golf, Birtee og fleiri merki.
Netgolfvörur verslar einnig við íslenska birgja og getur útvegað flestar vörur. Ef vara er ekki sjáanleg hjá okkur sendu þá fyrirspurn um vöru og athugaðu hvort við getum ekki útvegað hana.
Netgolfvörur er staðsett í Espigrund 4 Akranesi og Ármúla 19 (Markmannsbúðin/Netgolfvörur). Ásetning á gripum fer fram á Akranesi. Velkomið er að koma á staðinn (erum samt fyrst og fremst netverslun). www.netgolfvorur.is er netverslun með golfvörur og er opin allan sólarhringinn. Allar vörur og verð eru á heimasíðunni. Fyrir heildsöluverð fyrir endursöluaðila hafið samband.
Ath. auðvelt er að versla á netgolfvorur.is. Ákveðnar vörur eru settar í körfu og söluferlinu fylgt eftir skref fyrir skref (alltaf er hægt að hætta við ef greiðsla hefur ekki verið staðfest). Einnig má panta með því að senda okkur tölvupóst eða hringja (680-0070).
Afgreiðslu- og sendingartími
Afgreiðslutími er venjulega einn til tveir virkir dagar eftir að pöntun og greiðsla hefur borist. Ef um sérpantanir er að ræða eða viðkomandi vörutegund er uppseld getur afgreiðslutími verið lengri. Sendingar eru sendar með Póstinum nema um annað sé samið og leggst sendingartími vörunnar við afgreiðslutímann. Velkomið er að koma og sækja vörur, staðsetning Netgolfvara er í Espigrund 4 Akranesi og Ármúla 19 Reykjavík. Áður en vörur eru sóttar verður að hafa samband í síma 680 0070.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að velja um að greiða fyrir vörur með því að greiða með greiðslukorti með Mypos, millifæra greiðslu í gegnum banka á reikning Netgolfvara. Ef lagt er inn á bankareikning þarf að setja pöntunarnúmer í stutta skýringu í millifærslunni og senda tilkynningu með tölvupósti á panta(hjá)netgolfvorur.is. Einnig er hægt að senda tölvupóst á panta(hjá)netgolfvorur.is til að panta vörur og millifæra greiðslu í gegnum banka eða greiða á staðnum.
Sendingarkostnaður: ATH tímabundið er sendingarkostnaður á öllum sendingum 1490 kr. Er frír á öllum vörum ef verslað er yfir 14.000 kr. (gildir einnig um tilboðsvörur nema sérstaklega er tekið fram að ekki sé um fría sendingu að ræða). 1490 króna gjald bætist við pantanir undir 14.000 krónum eða 390 króna gjald ef sending kemst inn um lúgu. Ef Netgolfvörur þarf að senda pöntun erlendis verður kaupandi að greiða fullan sendingarkostnað miðað við verðskrá Póstsins nema um annað sé samið.
Skilafrestur
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá kaupum ef varan er ónotuð, í upprunalegum umbúðum og framvísað er sölukvittun. Endurgreiðsluverð miðast við verð á sölukvittun. Alltaf er hægt að skila gallaðri vöru. Netgolfvörur greiðir ekki sendingarkostnað á skilavöru nema um gallaða vöru sé að ræða. Einnig er hægt að skila vörum með að koma á staðinn (Espigrund 4 Akranesi eða Ármúla 19). Áður en vörum er skilað vinsamlega hafa samband á panta(hjá)netgolfvorur.is eða í síma 680 0070.
Grip og ábyrgð
Ásetning fylgir ekki með kaupum á gripum, greiða þarf aukalega fyrir vinnu við ásetningu. Panta verður tíma fyrir ásetningu með að hafa samband á panta(hjá)netgolfvorur.is eða í síma 680 0070. Ásetning gripa fer fram í Espigrund 4 Akranesi (bendum einnig á aðila á Reykjavíkursvæðinu til að skipta um grip ef það hentar betur). Star Grip eru með 3 ára ábyrgð.
Aðstoð
Ef eitthvað í pöntunarferlinu fer úrskeiðis, eða ef óskað er eftir upplýsingum og/eða aðstoð skal senda tölvupóst á panta(hjá)netgolfvorur.is eða hafa samband í síma 680 0070.
Greiðslukort
Hægt er að greiða með kreiðslukortum með MyPos með að fá greiðsluslóð í tölvupósti.